Safnasafnið á Svalbarðsströnd stækkar

safnasafnidFrá árinu 1995 hafa hjónin Niels Hafstein og Magnhildur Sigurðardóttir rekið sérstakt og skemmtilegt safn á Svalbarðsströnd norðan Akureyrar. Þar hefur verið sýnd alls konar alþýðulist innanum og með list starfandi myndlistarmanna. Til að mynda er þar veglegt brúðusafn, safn leikfanga og umtalsvert safn verka eftir næfista eða einfara, Þá státar Safnasafnið af stóru fræðslubókasafni sem er aðgengilegt almenningi.

Safnið hefur fram að þessu verið rekið í glæsilegu einbýlishúsi sem þau hjón festu kaup á en nú hefur gamalt og fallegt verslunarhús Kaupfélags Svalbarðsstrandar verið flutt að safnhúsinu og byggð tengibygging á mill húsanna. Þessi viðbót var tekin í notkun 23. júní s.l. og verður ekki annað sagt en afar vel hafi takist til. Viðbótin gjörbreytir sýningaraðstöðunni sem mun vera tæplega 700 fermetrar. Meðal nýjunga í safninu eru munir og gamall vefnaðarvörulager úr verslun Ásgeirs G. Gunnlaugssonar sem stofnuð var í Reykjavík 1907 og starfaði þar í hartnær eina öld.  

Það er afar ánægjulegt að sjá hversu vel hefur tekist til með þetta safn og full ástæða til að óska þeim hjónum Nielsi og Magnhildi til hamingju á þessum tímamótum. Ferðalöngum er ráðlagt að hafa viðdvöl í safninu og benda má á að börnum ætti ekki að leiðast þar.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband