Klám vs. dráp

NÝLEGA fór þjóðfélagið á annan endann vegna fyrirhugaðrar heimsóknar hóps fólks sem hefur framfæri af dreifingu kláms. Fólkið ætlaði að dveljast hér í nokkra daga og að eigin sögn njóta íslenskrar náttúru. Ýmis samtök, einstaklingar, stjórnmálaflokkar og borgarstjórn, með "gamla góða Villa" í fararbroddi, fordæmdu heimsóknina. Málið endaði með því að samtök bænda, sem eiga hótelið sem veslings fólkið ætlaði að delja á, komu í veg fyrir dvölina þar. Samtökin eru reyndar þekkt fyrir að berjast gegn erlendri samkeppni. Síðar kom í ljós, þegar gerð var könnun á afstöðu almennings, að mikill meirihluti var ekki á móti heimsókninni og hefur það væntanlega komið lýðskrumurum allra flokka á óvart. Ennfremur að hótelið, sem nú klæddist siðgæðisskikkjunni, býður gestum sínum upp á að horfa á klámefni meðan á dvölinni stendur og að sjálfsögðu að tengjast Internetinu, sem gerir gestum fært að sækja ótakmarkað klámefni þangað.

Þá kom fram háskólakennari sem hélt því fram að forsíðumynd á auglýsingabæklingi frá Smáralind væri dónaleg og kynferðislegt áreiti. Stúlkan á myndinni er nefnilega með opinn munninn! Vonandi þarf kennarinn ekki oft að horfa á nemendur sína geispa í kennslustundum.

Skrifari þurfti að dveljast á sjúkrahúsi í fáeina daga fyrir skömmu, sem vart er í frásögur færandi. Við slíkar aðstæður gefst ágætur tími til að hlusta á úrvarp og ekki síður að horfa á sjónvarp. Nú hagar svo til að þættirnir Twenty Four eru í töluverðu uppáhaldi hjá skrifara. Fyrir þá sem ekki þekkja til fjalla þeir um hörkutólið Jack Bauer og baráttu hans við hryðjuverkamenn. Jack er leikinn af stórleikaranum Kiefer Sutherland, sem telst til Íslandsvina, enda hefur hann haft stutta viðkomu hér á landi og jafnvel kynnst íslenskum blómarósum. Þessir þættir eru sýndir á sunnudagskvöldum á Stöð tvö. Það lá því í hlutarins eðli að eyða sunnudagskvöldi á spítala í að horfa á dagskrá þeirrar stöðvar, enda þrír spennuþættir á dagskrá. Fyrstan er að telja sakamálaþáttinn Cold Case, sem að þessu sinni fjallaði um fjöldamorðingja, tvo frekar en einn. Þá kom Twenty Four sem áður er nefndur, þar sem ótölulegur fjöldi morða var framinn. Þriðji drápsþátturinn á dagskrá kvöldsins nefnist Numbers og fjallaði um stráklinga sem réðust alvopnaðir inn í skóla og skutu fólk sem á vegi þeirra varð.

Skrifari hefur ekki tölu á öllum þeim morðum og drápum sem hann horfði á í sjónvarpinu þetta eina kvöld og á þessari einu stöð. Víst er að þau skiptu tugum.

Í stuttu máli snýst þetta um að sjálfsagt þykir að sem flestir geti óhindrað horft á ofbeldi, limlestingar, dráp, morð og jafnvel nauðganir, en flest er varðar kynlíf er forboðið. Gildir þá einu hvers kyns kynlífsefnið er, hvort um er að ræða gróft efni eða það sem flestir telja eðlilegan þátt í lífi hverrar manneskju.

Þetta þýðir að barn á fermingaraldri hefur átt kost á að horfa á þúsundir drápa, morða og grófra ofbeldisatriða í sjónvarpi, en hefur alls konar ranghugmyndir í kollinum þegar að kynlífi kemur.

Skrifara þykir nóg komið af lýðskrumi, órökstuddum fullyrðingum, óumbeðinni afskiptasemi og forsjárhyggju í umræðu um klám. Hann er sannfærður um að það yrði mun heilbrigðara fyrir börn og unglinga, sem enn eru að mótast, að fá að horfa öðru hvoru á ástarsenur í sjónvarpi heldur en endalaus dráp og limlestingar. Hvort skyldi vera heilbrigðari undirbúningur undir lífið?

Höfundur er listmunasali.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Agný

Ég tek undir með þér með þetta fjárans lýðskrum og hræsni.. Sama hvar litið er þá flækist þetta kvikindi fyrir.. það má eins og þú segir drepa og limlesta og sýna svoleiðis sama hvort um fréttir er að ræða eða þætti og myndir..Kanski er þetta með vilja gert þannig að börnin fá þetta svo gott sem beint í æð með móðurmjólkinni...

 En náungakærleikurinn er svo gott sem horfinn..þökk sé þessu kynferðisáreitnar öfgum.. Það má svo gott sem varla snerta neinn í dag án þess að viðkomandi eigi á hætti að vera kærður (púff...ég sem faðma alla ..ólst upp við það í sveitinni í denn...) 

Það er ekki normal að kennari kæri 7 ára dreng fyrir kynferðisáreiti fyrir það að skríða upp í fangið á konunni og mig minnir kyssa á konuna..Þvilíki glæpurinn...Er ekki eitthvað mikið að þegar hér er komið?...Eða þegar bróðirinn var að hjálpa lítilli systur sinni að pissa úti í garði held að þau hafi verið 7 ára og 4 ára.....

Það var nóg til þess að strákurinn var kærður fyrir kynferðisáreitni...við íslendingar öpum allt eftir kananum og hefur reyndar tekist að komast fram úr honum með að láta börnin bryðja Ritalin.við áttum allavega heimsmetið´í notkun/sölu Ritalins árið 2005 en kaninn var áður fremstur.. Ansi oft finnst mér að meginmál okkar íslendinga sé að eiga heimsmet...skiftir sko ekki máli í hverju...bara að eiga heimsmetið...

En þetta skeði jú í fasista ríkinu USA fyrir ári síðan ...´Þegar svona er komið þá er nú þjóðfélagið orðið meira en brenglað.. En þetta er jú það sem fasistar vilja...að fólk hætti að þora að tala saman ..hætti að sýna og tjá væntumþykju alias náungakærleika, því þá verður mikið auðveldara að stjórna almúganum þar sem einstaklingarnir einangra sig og ekki verið að skiftast á skoðunum / upplýsingum....

Svo enn eitt ..ætli það verði það næsta að fólk þurfi að sýna ellilífeyrisþega skírteinið til að mega tjalda í stærri bæjarfélögum?.. Einstaklingurinn er sjálfráða 18 ára og má giftast og stofna fjölskyldu en hann má ekki tjalda einn....

Nei það er sko eitt víst að heimskan ríður sko ekki við einteeyming hjá þeim sem hér á landi halda um stjórnartaumana sama hvað flokk viðkomandi tilheyrir því eftir að í stjórn er komið leggur sömu skítafýluna af öllu liðinu...

Agný, 15.7.2008 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og nítján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband