Færsluflokkur: Bloggar
Þá kom fram háskólakennari sem hélt því fram að forsíðumynd á auglýsingabæklingi frá Smáralind væri dónaleg og kynferðislegt áreiti. Stúlkan á myndinni er nefnilega með opinn munninn! Vonandi þarf kennarinn ekki oft að horfa á nemendur sína geispa í kennslustundum.
Skrifari þurfti að dveljast á sjúkrahúsi í fáeina daga fyrir skömmu, sem vart er í frásögur færandi. Við slíkar aðstæður gefst ágætur tími til að hlusta á úrvarp og ekki síður að horfa á sjónvarp. Nú hagar svo til að þættirnir Twenty Four eru í töluverðu uppáhaldi hjá skrifara. Fyrir þá sem ekki þekkja til fjalla þeir um hörkutólið Jack Bauer og baráttu hans við hryðjuverkamenn. Jack er leikinn af stórleikaranum Kiefer Sutherland, sem telst til Íslandsvina, enda hefur hann haft stutta viðkomu hér á landi og jafnvel kynnst íslenskum blómarósum. Þessir þættir eru sýndir á sunnudagskvöldum á Stöð tvö. Það lá því í hlutarins eðli að eyða sunnudagskvöldi á spítala í að horfa á dagskrá þeirrar stöðvar, enda þrír spennuþættir á dagskrá. Fyrstan er að telja sakamálaþáttinn Cold Case, sem að þessu sinni fjallaði um fjöldamorðingja, tvo frekar en einn. Þá kom Twenty Four sem áður er nefndur, þar sem ótölulegur fjöldi morða var framinn. Þriðji drápsþátturinn á dagskrá kvöldsins nefnist Numbers og fjallaði um stráklinga sem réðust alvopnaðir inn í skóla og skutu fólk sem á vegi þeirra varð.
Skrifari hefur ekki tölu á öllum þeim morðum og drápum sem hann horfði á í sjónvarpinu þetta eina kvöld og á þessari einu stöð. Víst er að þau skiptu tugum.
Í stuttu máli snýst þetta um að sjálfsagt þykir að sem flestir geti óhindrað horft á ofbeldi, limlestingar, dráp, morð og jafnvel nauðganir, en flest er varðar kynlíf er forboðið. Gildir þá einu hvers kyns kynlífsefnið er, hvort um er að ræða gróft efni eða það sem flestir telja eðlilegan þátt í lífi hverrar manneskju.
Þetta þýðir að barn á fermingaraldri hefur átt kost á að horfa á þúsundir drápa, morða og grófra ofbeldisatriða í sjónvarpi, en hefur alls konar ranghugmyndir í kollinum þegar að kynlífi kemur.
Skrifara þykir nóg komið af lýðskrumi, órökstuddum fullyrðingum, óumbeðinni afskiptasemi og forsjárhyggju í umræðu um klám. Hann er sannfærður um að það yrði mun heilbrigðara fyrir börn og unglinga, sem enn eru að mótast, að fá að horfa öðru hvoru á ástarsenur í sjónvarpi heldur en endalaus dráp og limlestingar. Hvort skyldi vera heilbrigðari undirbúningur undir lífið?
Höfundur er listmunasali.
Bloggar | 24.4.2007 | 13:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar